Linsusúpa með engifer
- 4 manns
- Auðvelt
- Vegan: Já
- Hráfæði: Nei
Uppskrift
Upplagt er að nota íslenskar gulrætur þegar þær fást, helst lífrænar, í þessa ljúfu súpu.
- 1 msk ólífuolía
- 1 laukur, saxaður
- 2 hvítlauksrif, pressuð
- ½ tsk túrmerik
- ½ - 1 tsk broddkúmen (cumin)
- 1 ½ msk engiferskot
- 250 g gulrætur eða sætar kartöflur, brytjaðar
- 250 g rauðar linsur (½ poki)
- 1 lítri vatn
- 1 msk Himneskur grænmetiskraftur
- 1 ½ msk sítrónusafi
- ½ tsk sjávarsaltflögur
- salt og pipar til að smakka til
- graskersfræ – ristuð og söltuð
- 1 búnt kóríander, saxað, ef vill
Mýkið lauk og hvítlauk í ólífuolíu í u.þ.b. 5 mínútur í pottinum ásamt túrmerik, broddkúmeni og engiferskoti. Bætið svo gulrótum og linsum út í.
Hellið vatni ásamt grænmetiskrafti út í. Látið suðuna koma upp, lækkið undir og leyfið að malla í u.þ.b. 20 mín.
Blandið súpuna annað hvort í matvinnsluvél, eða með töfrasprota beint ofan í pottinn.
Bætið nú sítrónusafa, salti og pipar út í. Smakkið til með meiri sítrónusafa, salti og ólífuolíu ef vill. Einnig má bæta meira engiferskoti út í ef þið viljið að súpan rífi aðeins í.
Stráið ristuðum graskersfræjum og söxuðum ferskum kóríander yfir hvern skammt og berið fram með góðu brauði.